Morgunbollur

Þessar brauðbollur hafa mikið verið notaðar á mínu heimili og gott að grípa í þessa uppskrift þegar tíminn er naumur. Það er bæði hægt að nota rifinn ost eða rjómaost í þær og er það smekksatriði. Ég mæli með að þið hendið í þessar fyrir næsta dögurð.

Brauðbollur:

  • 3 egg
  • 150 g möndlumjöl
  • 120 g rifinn ostur EÐA 2 msk rjómaostur og 1 dl parmesanostur
  • 40 g mæjónes
  • 2 msk husk
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 60 g blönduð fræ t.d. hörfræ, sesam, hamp eða sólblómafræ

aðferð:

  • Hrærið öllu vel saman með sleif og látið deigið standa í 2-3 mínútur.
  • Setjið góða msk af deigi með jöfnu millibili á bökunarplötu, u.þ.b. 10 bollur og bakið í 15 mínútur á 180°hita með blæstri.