Morgunvaffla með kanil og vanillu

Þessi vaffla er bara annað level einföld og bragðgóð. Ekta svona djúsí morgunverður þegar maður nennir ekki að baka mikið og er með ægilegar fantasíur yfir nýbökuðu bakkelsi. Þessi er löðrandi ketóvæn, ostur, egg og krydd með slettu af möndlumjöli 🙂 Vafflan eða vöfflurnar tvær sem nást úr uppskriftinni eru um 4 netcarb. Góðar með þeyttu smjöri eða sírópi og smá berjum. Það var ein daman á námskeiðinu mínu sem kveikti í mér að prófa þessa en hún er dyggur aðdáandi “french toast” og þessi útfærsla kom á óvart.

innihald:

  • 1 stórt egg
  • 60 g rifinn mosarellaostur
  • 1 tsk Sukrin Melis
  • 1 tsk vanilludropar má líka nota vanillustevíu ca 3-4 dropa
  • 1 tsk kanell
  • 2 msk möndlumjöl

aðferð: