Múslí sem bragð er að

Einfalt múslí er lykilorðið. Það er gott að geta gripið í 1-2 msk af stökku og hollu múslí sem þú veist nákvæmlega hvað inniheldur ekki satt? Þetta múslí er ferlega einfalt og inniheldur Fiber síróp til að sæta, góðar hnetur og fræ. Hampfræ eru ofurfæða sem gerir húðinni gott og mælt með fyrir börn og fólk með exem svo ég mæli með að sleppa þeim ekki. Það má nota önnur fræ eins og sólblómafræ en mér fannst þetta geggjað gott combó.

innihald:

 • 50 g pekanhnetur eða valhnetur
 • 50 g möndlur
 • 50 g möndluflögur
 • 50 g graskersfræ
 • 50 g hampfræ eða sólblómafræ
 • 50 g Fiber sirup gold
 • 1 msk brætt smjör eða Ghee
 • saltklípa
 • 1msk Sukrin melis
 • 1/2 tsk kanill má sleppa
 • 1 stk Sukrin súkkulaðistykki að eigin vali

aðferð:

 • Hitið ofninn í 170 gráður.
 • Setjið smjörpappír á plötu.
 • Skerið hnetur gróflega niður. Blandið saman við sírópið og brætt smjörið.
 • Saltið og kryddið með kanil ef þið viljið. Bætið Sukrin Melis saman við og hrærið.
 • Dreifið múslí á plötuna og bakið í ca 15 mín. Kælið.
 • Brytjið niður súkkulaði í smáa bita.
 • Blandið við múslíið og njótið á gríska jógúrt, út á chiagrautinn eða með rjómaslettu.