Múslíbollur úr Funksjonell fibermix.

Ég sakna stundum þess að geta ekki fengið mér nýbakaðar múslíbollur, þessar með rúsínunum muniði. Þær eru svo góðar með smjöri og osti og oftast drakk ég heila fernu af appelsínusafa með. Það var þá en nú þarf að finna sér aðrar leiðir og ég prófaði því að nota Fiberbrauðmixið góða í staðgengilsbollur. Bláber og makadamiuhnetur komu æðislega vel út og kanill sem gerði alveg útslagið. Ég mæli með þessum bollum því þær eru bæði trefja og fituríkar enda bætti ég við sýrðum rjóma og mæjónesi til að gera þær mýkri og safaríkari.

Innihald:

 • 1 pk Fiber brauðmix frá Funksjonell

 • 1 dl vatn

 • 1 dl sýrður rjómi

 • 1 dl mæjónes

 • 50 g makadamiuhnetur

 • 100 g bláber

 • 1 tsk kanill

aðferð:

 • Malið makadamiur smátt í blandara eða með beittum hníf.
 • Blandið þurrefnum saman við hneturnar, bláberjum, kanil og síðan vatni, mæjónesi og sýrðum rjóma.
 • Hrærið öllu vel saman í hrærivél eða blandara.
 • Mótið nú bollur með hönskum eða notið tvær matskeiðar og raðið bollum á smjörpappír. Ég bakaði mínar í Airfryer á 160°c í 20 mín en það má nota ofn í verkið og myndi halda að 180°c væri fínt.
 • Þessar bollur eru mjög ljúffengar og gott að bera fram með osti og smjöri.
Múslíbollugerð