Múslístykki

Því miður þá er ekki mjög auðvelt að ná sér í sykurlaust múslí. Það eru oft rúsínur eða döðlur í múslíinu , hunang eða agave sýróp og því hentar það ekki okkur lágkolvetnafólkinu. Hér er uppskrift sem er bráðholl og góð bæði sem orkustykki eða múslí því það er auðvelt að mylja það bara niður og yfir grísku jógúrtina. Mæli líka með Low carb sportdrykknum, 1/2 tsk af cherry bragði gerir allt extra gott.

Innihald:

 • 100 g sæta, má nota Sukrin Gold, Fiber sýróp eða sætuefni
 • 150 g möndlusmjör
 • 50 g kókosolía
 • 1 eggjahvíta
 • 1/2 msk kanill
 • 1 mæliskeið prótein eða um 15 g, má sleppa
 • 1 msk vanilludropar
 • 80 g kókosflögur
 • 300 g pekanhnetur
 • 200 g sólblómafræ
 • 40 g hampfræ
 • 100 g sæta, Sukrin gold eða Fiber sýróp
 • sykurlausir súkkulaðibitar eða chips eftir smekk

aðferð:

 • Hitið, möndlusmjörið, kókosolíuna og sætuna í potti, einnig hægt að nota Thermomix þá er stillt á 4 mín / 70° / hraði 0.5
 • Bætið eggjahvítu og kryddið saman við ásamt próteininu og hrærið vel. Í Thermo þá er stillt á 30 sek / hraði 2
 • Blandið saman við hnetum og kókosflögum ásamt fræjum, hrærið duglega í blöndunni, gott að nota sleifina ef notast er við Thermomix.
 • Þjappið blöndunni í form með smjörpappír og bakið á 160°hita í 15-18 mín. Kælið og skerið í bita eða myljið og notið sem múslí út
  á gríska jógúrt eða skyr.