Naan brauð nammmm

Indverskur matur er eitthvað sem ég elska meira en allt og nú þegar mér áskotnaðist bæði uppskriftakubbur í Thermóvélina góðu sem og boðið á geggjað matreiðslunámskeið hjá Kryddhúsinu fyrir nokkru þá var ekkert til fyrirstöðu að skella í eitt stk indverskt kvöld fyrir Kötlu sys og kæró. Naan brauð eru svo ómissandi eitthvað til að skúbba upp sósunni svo ég gerði eina uppskrift sem kom rækilega vel út. Ég notaði kókos og sesam mjöl sem kom ótrúlega skemmtilega út.

Innihald naan brauð:

 • 90 g kókoshveiti
 • 10 g sesammjöl frá Funksjonell
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 2 eggjahvítur um 60 g
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk maukaður hvítlaukur
 • 15 g fínmalað husk
 • 200-250 ml soðið vatn

aðferð:

 • Blandið þurrefnum saman og bætið svo eggjahvítum saman við.
 • Pískið deigið þar til það er vel blandað og hellið soðnu vatni saman við þar til deigið er slétt og fellt og helst saman í kúlu
 • Notið blauta fingur til að móta 6 kúlur úr deiginu.
 • Fletjið út hverja kúlu með fingrum og steikið á vel heitri pönnu, það er mjög gott að setja smá smjör og hvítlauk á pönnuna
 • Látið brauðin brúnast vel á hvorri hlið og takið til hliðar
 • Ef það þarf að hita þau upp er gott að skella þeim í ofn rétt áður en þau eru borin fram en þá fá þau enn stökkari áferð.
 • Ég hellti hvítlauksolíu yfir brauðin og það er algjör draumur