Öbbabollan fræga

Já þessi hefur farið ansi víða enda mjög góð og stórsniðug bolla. Hún er fljótleg og gott að gera til að nota í nesti eða einfaldlega sem fyrstu máltíð dagsins. Ég er sérlega hrifin af henni með osti og svo einu soðnu eggi. Það heldur mér saddri langt fram eftir degi.

innihald:

 • 1 egg
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 tsk HUSK trefjar,t.d.frá NOW
 • 1 tsk af kókoshveiti eða 2 tsk möndlumjöl 
 • 2-3 tsk rjómi
 • 1/2 tsk kúmenfræ

aðferð:

 • Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli í bolla eða skál sem þolir örbylgjuofn.
 • Bollinn fer svo í örbylgjuofnin í 2.1/2 mín á hæsta hita og út kemur 
  “fluffý “bolla sem má smyrja með osti og smjöri eða nota með eggjasalati.