Oreodesert eða svona næstum..

Ég horfði á nýjan þátt með Evu Laufey Kjaran snilling fyrir stuttu en hennar fyrsti viðmælandi var Eva Ruza!! Hversu gott teymi haha. Þær eru náttúrulega báðar dásamlegar, ólíkar en svo yndislegar með dash af húmor og fíflagang. Þessi þáttur var algjörlega laus við tilgerð og sýndarmennsku og skildi mig eftir með aulaglott og craving í mat. Ég ákvað að henda því í desertinn sem Eva kynnti til sögunnar og reyna að snúa honum á sykurlausan máta. Það gekk nokkuð vel og að mínu mati fannst mér Oreo heimagerði mulningurinn alveg minna á Oreo kexið fræga, allavega í minningunni. Hér er uppskriftin ef þið viljið prófa. Passleg uppskrift fyrir 6 manns.

Ingredients

 • 100 g möndlumjöl

 • 3 msk kakó

 • 2 msk brætt smjör

 • 1 tsk fínmalað kaffiduft,

 • 3 msk fínmöluð sæta

 • 1/4 tsk salt

 • 1/2 tsk vanilludropar

Directions

 • Hitið möndlumjölið í potti þar til það byrjar að brúnast en alls ekki láta brenna við.
 • Takið pottinn af hellunni, setjið smjörið út í og látið bráðna.
 • Bætið síðan við öllu öðru innihaldi og blandið vel saman.
 • Takið til hliðar og útbúið fyllinguna.

Ingredients

 • 250 ml rjómi

 • 1 stór dós Kea kolvetnaskert skyr, vanillu eða kaffibragð

 • 3 msk fínmöluð sæta

 • 1 tsk vanilludropar

 • 3 msk “oreomulningur”

Directions

 • Léttþeytið rjómann og takið til hliðar.
 • Þeytið skyrinu saman í annarri skál ásamt, sætu og vanilludropum.
 • Bætið rjómanum saman við og oreomulningum og veltið saman þar til slétt og fellt.
 • Ef þið setjið saman réttinn í skálar er óþarfi að nota matarlím en ef þið viljiið gera köku úr uppskriftinni er gott að setja 1 msk af matarlímsdufti saman við skyrblönduna.
 • Dreifið nú mulning í 6 glös eða skálar.
 • Setjið skyrblöndu í hverja skál og sléttið úr, setjið annað lag af mulning í skálarnar og endurtakið skyrlagið.
 • Skreytið með smá mulning og kælið réttinn í lágmark 1 klst.
 • Skreytið með brómberjum og njótið.