Ostakaka – bökuð

Ostakökur eru mjög ljúffengar og oftast fæ ég mér óbakaða köku eins og sítrónuostaköku, hindberja, hnetusmjörs og þvíumlíkt en núna prófaði ég að baka eina einfalda sem kom prýðisvel út. Það var tjúllað að setja á hana berjablöndu en þessi ber eru frosin í pakka og henta vel þegar á að skreyta smá og bragðbæta kökur sem þessar. Endilega prófið og látið mig vita hvernig ykkur fannst. Uppskriftin er lítil en alveg passleg fyrir 6-8 manns enda saðsöm og góð.

Innihald botn:

 • 50 g möndlumjöl

 • 15 g kókoshveiti

 • 20 g sæta, Sweet like sugar

 • 1/2 tsk kanill

 • 40 g smjör

aðferð:

 • Blandið þurrefnum saman, gott að nota blandara eða matvinnsluvél
 • Bætið við smjörinu og blandið duglega þar til mylsna myndast
 • Þjappið deiginu í botn, ég notaði lítið springform eða um 20 cm í þvermál og setti smjörpappír í botninn.
 • Bakið botninn í um það bil 15 mín á 170°hita með blæstri. Takið síðan botninn út og látið kólna á meðan fyllingin er gerð.

Fylling:

 • 400 g rjómaostur, í bláum öskjum

 • 80 g sýrður rjómi

 • 80 g sæta, Sweet like sugar

 • 1/2 tsk vanilludropar

 • 1 egg

 • 1 tsk sítrónusafi

aðferð:

 • Hitið rjómaostinn örlítið í örbylgjuofni, ég notaði Thermomix og hitaði í skálinni í nokkrar mín.
 • Blandið restinni saman við af innihaldsefnum og þeytið í nokkrar mín. Hellið blöndunni í springformið ofan á botninn og bakið.
 • Gott er að baka kökuna í um það bil 45 mín á 170° en mæli með að setja álpappír yfir svo yfirborðið brenni ekki.
 • Kælið kökuna í 2-3 tíma áður en þið borðið.
 • Mér fannst æðislegt að setja ber ofan á, ég lét frosin ber um það bil 200 g þiðna í skál, hellti þeim svo yfir kælda kökuna, skreytti með fínmalaðri sætu og svo bara smakka.
Alveg þrusugóð….