Ostakaka hatarans

Mig langaði ægilega mikið í súkkulaðiostaköku og þar sem það var Eurovision partý framundan þá ákvað ég að gera hana dálítið í anda Hataranna. Ég skar út einfalt skapalón og stráði kakódufti yfir tilbúna kökuna og þetta kom bara skemmtilega á óvart. Skreytti svo með fánalitunum, rjóma, bláberjum og jarðaberjum og útkoman var nokkuð fín bara. Mæli með þessari. Og þessa þarf ekki að baka.

Innihald botn:

 • 180 g möndlumjöl
 • 3 msk kakó
 • 3 msk sæta
 • 80 g brætt smjör
 • 1 tsk vanilludropar

afðerð:

 • Blandið saman þurrefnum í skál
 • Bræðið smjörið og hellið yfir mjölið, hrærið vel saman
 • Þjappið kurlinu í springform eða fat og þjappið vel niður með sléttum fleti, t.d. botni á glasi.
 • Kælið

Innihald fylling:

 • 600 g rjómaostur
 • 200 g brætt sykurlaust súkkulaði ég notaði Choco Perfection
 • 200 g fínmöluð sæta
 • 1 tsk vanilludropar

aðferð:

 • Malið sætuna fínt og þeytið saman ásamt rjómaostinum
 • Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði, örbylgjuofni eða notið Thermomix og hellið svo volgu súkkulaði í rjómaostinn.
 • Bætið vanillu við og þeytið vel
 • Hellið fyllingu yfir botninn og sléttið úr.
 • Kælið og skreytið að vild. Það þarf ekki að fara all inn í Hatarann en í þetta sinn var það lokaútkoman.