Ostakaka með hnetusmjöri

Þessi er svakaleg bomba og smakkast eins og Snickersís !! Veit ekki hvenær ég borðað síðast snickers ís en þetta er allavega mjög líkt á bragðið haha. Ég nota mjöl í botninn frá Funksjonell sem er úr hnetum og kallast hreinlega hnetumjöl og það gerði rosalega gott bragð.

innihald botn:

 • 25 g hnetumjöl Funksjonell
 • 30 g bragðlaust prótín t.d. Now gætuð líka notað 1 msk kókoshveiti í staðinn
 • 135 g möndlumjöl
 • 30 g sæta fínmöluð t.d úr Good good sætu
 • 70 g brætt smjör
 • 1/4 tsk salt

fylling:

 • 200 g rjómaostur eða mascarpone
 • 250 ml rjómi
 • 180 g Monki hnetusmjör
 • 160 g fínmöluð sæta t.d. Good good
 • 1 tsk vanilludropar

aðferð:

 • Blandið öllu saman í botninn og hrærið. Gott að nota matvinnsluvél. Í Thermomix stilli ég á 5 sek / hraða 5
 • Bakið 10-15 mín á 180° og látið kólna alveg
 • Þeytið rjóma, gott að taka smá slettu og geyma til að skreyta.
 • Þeytið rjómaost , fínmalaðri sætu, og hnetusmjör saman ásamt vanillu, þeyttur rjómi er settur saman við í lokin og blöndunni dreift á kökubotninn.
 • Ég notaði Thermomix í að gera fyllinguna og byrjaði á að mala sætuna Turbo stilling 2 sek í tvö skipti, hrærði svo rjómaostinn, vanillu og hnetusmjörið saman við 1 mín / hraði 4 kælið. Blandaði þeyttum rjóma saman við 30 sek / hraði 2. Hellti svo yfir kökubotninn.
 • Skreytið með rjóma, hnetukurli og karmellu eða sýrópi.
 • Ég hellti svo bræddu súkkulaði yfir í mjóum taumum bara til að fullkomna lookið.
 • Best er að geyma þessa í kæli.