Ostakex án eggja – Vinsæl

Það eru alltaf einhverjir sem geta ekki eggin og í þessu dásamlega einfalda kexi er ekki nokkurt einasta egg ! Það er nú geggjað. Þetta er einfalt og fljótlegt og bragðast frábærlega. Ég mæli með að geyma í lokuðu íláti og bera fram með góðu salati, hummus eða ostum.. namm.

Innihald:

  • 220 g möndlumjöl

  • 240 g parmesan ostur

  • 2 kúfaðar msk smjör

  • 60 ml vatn

  • 1/2 tsk nigella fræ eða 1 tsk kúmen eða sesamfræ

Aðferð:

  • Setjið ost í matvinnsluvél eða notið ost í poka, niðurrifinn. Ég kaupi oftast í Costco frá Kirkland.
  • Bætið við möndlumjöli, vatni og smjöri og maukið saman.
  • Mér fannst mjög gott að bæta nigella fræjum saman við en það mætti líka nota kúmen eða sesamfræ.
  • Kælið deigið í 20 mín í plastpoka eða skál og rúllið síðan út milli tveggja laga af smjörpappír. Skerið rákir í kexið og bakið í 20 mín á um 180° hita. Kannið stöðuna eftir sirka 15 mín og skerið dýpri rákir í kexið. Þannig næst það auðveldlega í sundur.