Ostasalat

Nomm ostasalat með vínberjum, ennnn neibb engin vínber í boði hér svo ég nota bara smá fiber sýróp sykurlaust og allir eru happy. Það mætti sossum setja nokkur bláber en fyrir minn smekk þá er sýrópið þrælfínt og góður staðgengill sætunnar úr vínberjunum. Svona salat má auðvitað borða með góðu hrökkkexi eða nýbökuðu brauði og kom Purubrauðið vel út.

Innihald:

 • 1 mexico ostur
 • 1/2 krydd Havarti ostur
 • 3 msk sýrður rjómi eða grísk jógúrt
 • 3 msk mæjónes
 • 1 msk fiber sýróp sykurlaust
 • 4 vorlaukar eða 1/3 blaðlaukur
 • 1 rauð paprika
 • krydd eftir smekk, ég notaði 1/2 tsk Tzatziki frá Kryddhúsinu

aðferð:

 • Skerið ostana í litla kubba.
 • Hrærið saman mæjó, sýrópi, sýrðum/grískri jógúrt.
 • Skerið lauk og papriku smátt og blandið svo öllu saman í ágætlega stórri skál.
 • Berið fram með nýbökuðu brauði, eða hrökkexi.