Ostasnúrur með blaðlauk og skinku eða chorizo

Þessi færsla er unnin í samvinnu við MS sem lét mér í tjé þessi frábæru hráefni.

Ég hoppaði hæð mína þegar ég frétti að cheddar osturinn væri væntanlegur hjá MS en mér finnst fátt leiðinlegra en að rífa niður ost svo það var kærkomið að fá loks cheddar ostinn tilbúinn í poka. Það er hægt að nota cheddar í svo margt, búa til snakk, gera ídýfur, baka bollur, skonsur, nota í sósur og heita rétti og veit ekki hvað. Ég ákvað að prófa að nota hann í “Fathead” deig sem er mjög algengt í ketóveröldinni og bætti við blaðlauk, skinkubitum og beikonsmurosti og það kom skemmtilega vel út. Ég reyni alltaf að hafa sem minnst af möndlumjöli í svona brauði til að spara kolvetnin og það kom ekki að sök, “brauðið” var mjúkt og brauðkennt. Best er að borða beint úr ofninum.

Ingredients

 • 100 g cheddar ostur

 • 100 g mosarella ostur

 • 2 msk beikonsmurostur

 • 80 g möndlumjöl

 • 1 tsk vínsteinslyftiduft , annað inniheldur hveiti

 • 2 msk brytjaður blaðlaukur

 • 4 skinkusneiðar, 98% kjöt í litlum bitum Stjörnugrís er æði (hér má líka nota ca 8 sneiðar af chorizo og skipta út fyrir skinkuna)

 • 1 tsk hvítlauksmauk eða 1/2 tsk hvítlauksduft

 • 1 egg

Directions

 • Hitið fyrstu fimm innihaldsefnin saman í skál, ég nota sérstaka örbylgjuskál frá Tupperware sem er með lausu loki og það er algjör snilld og flýtir fyrir bráðnun. Ég hita í sirka 2.30 mín með hléum og hræri á milli.
 • Þegar ostar, lyftiduft og mjöl eru vel blönduð þá er egginu bætt við, og skinkubitum og blaðlauk.
 • Hrærið öllu vel saman og gott að vaða í þetta með hendurnar þegar blandan hefur kólnað örlítið.
 • Skiptið deiginu niður í jafna parta og mótið lengjur.
 • Þrýstið þeim í kryddblöndu, set hér uppskrift að neðan, og snúið svo upp á lengjuna 2-3 snúninga og leggið á bökunarpappír.
 • Bakið í 200°heitum ofni í 10 mín sirka eða þar til ostasnúrurnar hafa lyft sér.
 • Þessar eru snilld með mat, súpu, pottréttum eða bara sem snarl. Ég læt fylgja sósuuppskrift sem ég geri alltaf með kókosbrauðstöngunum upphaflegu og passar hún vel með enda er parmesan og tómatar alltaf hittari, ekta Dominos brauðstangasósa.

Ingredients

 • 70 g sesamfræ sem eru brúnuð á pönnu

 • 70 g hvítlauksflögur ( Mc Cormick)

 • 60 g Birkifræ

 • 50 g gróft sjávarsalt

 • 10 g laukduft eða 40 g laukflögur ef þið finnið

Directions

 • Brúnið sesamfræin á pönnu í stutta stund, gerir heilmikið.
 • Blandið síðan öllum kryddum saman og geymið í loftþéttum umbúðum þar til þið notið í bakstur.
 • Þetta er skemmtileg gjöf líka ef þið eruð hugmyndsnauð fyrir jólin.

Ingredients

 • 3-4 msk pizzusósa, veljið lága í kolv, t.d Wilson

 • 1/2 tsk chilimauk Blue Dragon

 • 2 msk Parmesanostur

Nýr cheddar ostur frá MS, fæst rifinn í poka 200 g