Páskatertan

Gult gult og fallegt, þessi súkkulaðiterta er ferlega krúttleg og passlega stór í magni. Kremið á hana er vel rúmt og myndi duga á köku sem væri örlítið stærri í þvermál líka en þetta form er ca 22 cm springform. Dásamlega páskaleg og fín. Munið að þeyta kremið lengi og hafa smjörið við stofuhita, mæli alltaf með að nota K spaðann á hrærivélum ef þið eigið slíka.

Innihald botn:

 • 200 g möndlumjöl
 • 100 g sæta, Good good
 • 25 g kakó, gott að nota frá Nóa Siríus
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • klípa af salti
 • 3 egg
 • 35 g brædd kókosolía
 • 75 ml möndlumjólk
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

 • Vigtið og blandið þurrefnin saman í skál.
 • Þeytið egg, möndlumjólk og kókosolíu, blandið svo þurrefnum saman við og hrærið vel.
 • Setjið deigið í smurt form, ég notaði 22 cm springform og gerði einn þykkan botn.
 • Bakið við 170° hita með blæstri í 25 mín

Smjörkrem:

 • 250 g ósaltað smjör við stofuhita
 • 180 g fínmöluð sæta
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2-3 dropar gulur matarlitur
 • pínu klípa salt í lokin

aðferð:

 • Þeytið vel smjörið, bætið sætunni við og vanilludropum og hrærið alveg á fullu þar til kremið er ljóst og fallegt, ef þið haldið að þið séuð búin að þeyta nóg,þeytið þá aðeins í viðbót.
 • Smyrjið kreminu á kælda kökuna, sprautið svo með rósum ef þið viljið til að skreyta.