Pekanbitar eða baka

Ég er ofsalega hrifin af pekanhnetum og bökum og sakna þess oft þegar ég fer á kaffihús erlendis og sé pekanböku í hillunum. En það var lítið mál að gera lágkolvetna útgáfu sem bragðast þrælvel er úsandi af gúmmelaði og góð bæði köld eða heit með rjóma.

Innihald Botn:

 • 80 g kókoshveiti
 • 2 egg
 • 3 msk sæta, t.d. Sweet like sugar
 • 80 g kalt smjör
 • 1 msk kókosolía brædd
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk Xanthan gum

aðferð:

 • Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og “pulsið” eða blandið snöggt nokkrum sinnum.
 • Hægt er að gera deigið daginn áður og geyma í kæli en það má líka dreifa því strax í lausbotna form og nota smjörpappír til að þrýsta því niður og út á kantana. Smyrjið formið eða notið bökunarpappír í botninn. Ef þið geymið yfir nótt þá er auðvelt að fletja það út á milli tveggja laga af smjörpappír og leggja ofan í mótið án vandræða.
 • Bakið botninn í 15 mín ca á 180°C með blæstri.

Fylling:

 • 2 egg
 • 60 g sæta, Sweet like sugar t.d. fínmöluð eða Sukrin Melis
 • 2 msk smjör við stofuhita
 • 200g sykurlaust Fibersíróp eða Good good, dökkt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 150 g pekanhnetur

aðferð:

 • Hrærið öllu saman í fyllinguna nema hnetunum.
 • Dreifið grófhökkuðum pekanhnetunum ofan á kaldan botninn (mikilvægt að botninn sé kaldur orðinn) og hellið því næst fyllingunni yfir.
 • Bakið í ofni á 170°C með blæstri í 30-40 mín.
 • Látið kökuna kólna áður en hún er losuð úr forminu.
 • Njótið með þeyttum rjóma eða ískúlu