Piparbrjóstsykur, Dracula

Þeir sem fylgdust með bismarktilraunum hafa eflaust séð að ég gerði þann brjóstsykur í Thermomix 6. Það er nauðsynlegt að ná upp 160°hita til að brjóstsykurinn nái að harðna og verða að brjóstsykri. Ég frétti af einni sem reyndi að gera myntubrjóstsykurinn í potti og hafði lok ofan á sem varð til þess að sprenging varð í pottinum svo endilega passið ykkur ef þið gerið þessa uppskrift í potti. Annars er ég að selja Thermomix svo það eru hæg heimatökin að selja ykkur eina haha.

piparBrjóstsykur fyrir Thermomix6:

  • 140 g Sukrin Gold sirup
  • 180 g sæta, Sweet like sugar
  • 30 g vatn
  • 1/2 tsk sítrónusafi
  • 1 kúfuð tsk piparduft, fékk í Söstrene en hef keypt í EPAL líka

aðferð:

  • Fyrir þá sem eiga TM6 þá nota ég Peanut Brittle stillinguna sem hentar líka fyrir karamelluhnetugottið góða. En í stað þess að nota það sem kallað er eftir í uppskriftinni þá set ég allt hér að ofan og set í gang. Þetta er 22 mín prógram og fer vélin upp í 160° sem er fullkomið hitastig og er öruggt að ekkert slettist út fyrir. Farið mjög varlega með heitt sírópið því það er alveg brennandi heitt.
  • Þegar brjóstsykursblandan er klár þá helli í piparduftinu saman við og píska. Gott er að hella henni svo í gegnum sigti því duftið vill klumpast aðeins í hitanum.
  • Þegar brjóstykur kólnar þá er hægt að brjóta hann niður og mylja í hvað sem hugurinn girnist. Fallegt er að strá meira pipardufti yfir og líka af því það er bara svo gott.