Pizzasnúðar

Lungnamjúkir pizzusnúðar með beikonsmurosti og brakandi chorizo .. Hver vill ekki bragða á slíku jafnvel eftir langan tíma án brauðs ? Mér finnst þessir allavega svala þörfinni fyrir brauðát og þeir eru mjög góð blanda af osti og mjöli og að mínu mati smakkast vel og án þess að vera of þungir í maga eins og vill verða með möndlumjöls og ostabras. Þetta grunndeig má líka nota í kanilsnúða sem ég gerði líka.

Pizzasnúðar:

 • 150 g rifinn mosarella
 • 25 g rjómaostur eða beikonsmurostur
 • 25 g kókoshveiti
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 msk oregano eða pizzakrydd
 • 1 tsk HUSK
 • salt
 • 2 eggjahvítur eða 60 g

aðferð:

 • Hitið ofninn í 220 ° hita með blæstri.
 • Blandið innihaldi saman í skál og hrærið vel saman.
 • Hitið síðan saman í örbylgjuvænni skál í örbylgjuofni á hæsta hita í 30 sek í senn þar til deigið hefur blandast vel saman, hrærið á milli atriða, ég mæli með Tupperware örbylgjukönnunni sem er með loki, algjör snilld.
 • Dreifið úr deiginu á milli tveggja laga af smjörpappír. Fletjið út.
 • Myndi aflangan ferhyrning og smyrjið pizzusósu á deigið.
 • Dreifið nokkrum klípum af smurosti, skinku eða beikon finnst mér bestir á deigið, setjið svo niðurskorið chorizo eða skinku á víð og dreif og að lokum mosarella ost og pizzakrydd yfir allt.
 • Rúllið þétt upp deigrúllunni og skerið í sneiðar með beittum hníf.
 • Bakið snúðana í ca 10-15 mín fer eftir hversu öflugur ofninn er en mér finnst betra að baka fljótt og á háum hita svo snúðarnir lyfti sér vel. Mætti líka nota Airfryer.
 • Njótið elskurnar strax eða frystið og hitið upp einn og einn snúð þegar hungrið kallar.