Pönnsur með twist

Það er mikil vakning í þjóðfélaginu um kosti Collagens. Ég kynntist fyrst collageni fyrir ca hálfu ári síðan og hef notað það nánast á hverjum degi í kakóbollann minn á morgnana. Ég fæ mér Collab drykkinn frá Ölgerðinni nokkuð reglulega og nota collagen prótein í matargerð þegar ég kem því við. Ég finn fyrir miklum mun á liðum mínum, laus við þurrkubletti í húðinni og hárið á mér er líflegra og “allt” vex mjög hratt.

Hér er uppskrift af góðum pönnsum sem ég bætti collageni við og ég mæli með þessum dúllum á morgunverðarborðið. Ég nota ýmist Collagen duft frá Feel Iceland eða NOW en um er að ræða annars vegar fiskiprótein frá Feel Iceland og hins vegar NOW collagenið sem er unnið úr nautgripum.

Innihald:

 • 30 g kókoshveiti eða 90 g möndlumjöl
 • 10 g collagenduft
 • 1 msk sæta
 • 100 ml sódavatn eða möndlumjólk
 • 2 egg
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/3 tsk Xanthan Gum
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 1/3 tsk salt
 • 25 g olía, ég nota Mct olíu

aðferð:

 • Blandið öllum hráefnum saman í blender eða með töfrasprota til að fá fallega og létta áferð, einnig má píska þetta í skál ef græjur eru ekki til staðar.
 • Steikið pönnsurnar á viðloðunarfrírri pönnu, eina til tvær í einu. Passið að brenna þær ekki.
 • Berið fram með smjöri, eða súkkulaðismyrju, sýrópi, sultu eða því sem hentar hverju sinni.