Purusnakksnammi

Já þetta purusnakk er alveg að slá í gegn. Kakan hefur verið bökuð nokkrum sinnum enda enga stund verið að henda í þetta. Hér er uppskrift af kökunni. Mér finnst svo purunammið líka algjör snilld og gott að eiga í frysti með pipardufti yfir.

innihald:

  • 1 poki purusnakk KIMS tæp 100 g

  • 160 g súkkulaði sykurlaust að eigin vali , ég nota oftast mjólkursúkkulaðið frá Sukrin

  • 60 g Sukrin Gold síróp, gott að nota Caramel

  • 50 g smjör

  • piparduft fæst oft í EPAL, Söstrene eða Tiger

aðferð:

  • Myljið snakkið smátt, gott að nota matvinnsluvél, ég nota Thermomix
  • Bræðið súkkulaði smjör og síróp saman í potti eða í 5 mín/90°/2 í Thermomix
  • Hellið purusnakkinu saman við og blandið vel, setjið í form og frystið.
  • Gott að strá lakkríspipardufti yfir ef maður vill.