Pylsur og hvítkálspasta

Þessi einfaldi réttur gerði allt vitlaust á snappi okkar systra og fengum við endlaust af skjámyndum frá fólki sem endurtók leikinn og því er við hæfi að hafa þessa uppskrift hér aðgengilega fyrir þá sem vilja fljótlegan og góðan rétt sem hentar allri fjölskyldunni.

innihald:

 • 1 pakki pylsur, ég mæli með Stjörnugrís t.d. skinku og osta
 • 1 hvítkálshöfuð
 • 2 msk smjör
 • 1 lítill bakki rjómaostur með svörtum pipar
 • 1 dl rjómi
 • 1 grænmetiskraftur teningur
 • salt og pipar

aðferð:

 • Byrjið á að skera hvítkálið niður í mjóa strimla. Mér finnst gott að gufusjóða kálið í 10-15 mín en fyrir suma er nóg að hella sjóðandi heitu vatni yfir það og steikja svo á pönnu.
 • Setjið smjör á pönnu og steikið hvítkálið upp úr því ásamt salti og pipar.
 • Bætið rjómaosti og krafti út á pönnuna og hrærið varlega á meðan mallar í pönnunni.
 • Bætið rjóma saman við og smakkið til.
 • Skerið pylsurnar í bita og steikið á annarri pönnu eða í potti þar til fallega brúnaðar. Hellið pulsunum út í hvítkálsjafninginn hrærið og berið fram.
 • Þetta er mjög fljótlegur og góður réttur sem hentar öllum.