Rabbabarapæ í Thermomix

Já fyrsta uppskeran leit dagsins ljós nú fyrir skömmu og ég ákvað að drífa mig í að prófa eitthvað nýtt áður en rabbinn myndi tréna og úr varð þetta fína pæ með jarðaberjum og rabbabara í bland. Ég notaði grunninn af lemonkökubotninum sem klikkar ekki en notaði gróft möndlumjöl frá NOW sem kom vel út ásamt kókoshveitinu frá þeim.

Deigið

 • 120 g möndlumjöl frá NOW
 • 20 g hörfræmjöl NOW
 • 1 msk kókoshveiti frá NOW
 • 100 g macadamiuhnetur NOW
 • 60 g fínmöluð sæta Good good
 • 1/2 tsk salt 
 • 1 tsk kanill
 • 50 g smjör, ósaltað, kælt og brytjað niður í litla bita
 • 1 lítil eggjahvíta eða um 20 g úr brúsa
 • 1 tsk Xanthan gum en má sleppa

aðferð í Thermomix:

 • Setjið hnetur í eldunarskál saxið 6 sek / hraði 6 Bætið öðru innihaldi í botninn í eldunarskálina,blandið 20 sek/ hraði 4,5

ávaxtablandan sjálf:

 • 200 g frosin eða fersk jarðaber
 • 350 g rabbabari frosinn eða ferskur
 • 50 g sæta Erythritol frá NOW eða Good good sætan
 • 1 msk sítrónusafi

aðferð í Thermomix:

 • Hitið í eldunarskálinni ásamt sítrónusafanum 3 mín / hiti 100° /hraði sleifarsnúningur. Bætið sætunni við og látið þetta malla áfram 5 mín / hiti 100°/sleifarsnúningur
 • Hellið ávaxtablöndunni í eldfast mót, dreifið deiginu jafnt yfir blönduna og bakið í ofni í um það bil 20 mín á 180° hita, passið að mylsnan brenni ekki.
 • Þessi réttur er auðvitað dásamlegastur með þeyttum rjóma eða sykurlausum ís.