Rifinn kjúklingur með Barbí-Q

Grísasamloka í barbq á Hard Rock er eitt það besta sem ég fæ eða “fékk” mér. Núna forðast ég auðvitað brauð og sykraðar sósur en það er alveg hægt að komast nokkuð nálægt þessu með því að gera sinn eigin rétt frá grunni. Sósan er alveg með nokkrum kryddum og svona en hún er ekki of flókin ég lofa. Þetta var ótrúlega gott kombó og ég mæli með fyrir alla Hard Rokkarana þarna úti. Brauðið sem ég notaði er upprunalega kringlu uppskriftin hér en án kúmens. Það mætti líka nota pítubrauðsuppskriftina hér.

Barbí q Sósan:

 • 1 dós Mutti tómatar
 • 1 msk tómatpaste eða púrra
 • 2 msk eplaedik
 • 3 msk Sukrin Gold
 • 1 msk Worchestersósa
 • 1 1/2 tsk hvítlauksduft
 • 1 tsk laukduft
 • 1 tsk salt
 • 1 msk Franks red hot chili sósa, fæst í Nettó
 • 1/2 tsk chilliduft (valfrjálst)
 • 2 msk smjör

aðferð hefðbundin eða með Thermomix:

 • Setjið allt í pott og hitið þar til fer að sjóða, takið þá pottinn af hellunni.
 • Ef þið notist við Thermomix þá er gott að stilla á 12 mín / 100° / hraði 1
 • Svo er gott að mauka sósuna saman örstutt annaðhvort með töfrasprota eða stilla á 5 sek/ hraði 5 í Thermomix.

Kjúklingur og brauð:

 • 1 heill grillaður kjúklingur Nettó t.d.
 • barbí Q sósan góða eftir smekk

aðferð hefðbundin eða Thermomix:

 • Rífið kjúklinginn smátt niður með gaffli.
 • Með Thermomix er hægt að setja grófa bita í vélina og saxa með öfugum snúning, 15sek / hraði 6
 • Bætið við sósunni og hrærið öllu vel saman, gott að hita aðeins upp áður en borið er fram.

Rauðkálssalat:

 • 1/2 haus rauðkál
 • 2 msk Hellmanns mæjónes
 • 1 msk sýrður rjómi
 • 1 msk Fiber síróp
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 1/2 tsk sinnep
 • salt og pipar eftir smekk

aðferð:

 • Rífið rauðkálið smátt og blandið saman við krydd og sósur.
 • Berið fram með “kjúklingaborgaranum” eða hverju sem er.
 • Aðferð með Thermomix, setjið allt hráefni í eldunarskálina, notið sleifina til að hjálpa til og saxið 8 sek/ hraði 6