Rúlluterta með kaffikeim

Þessi rúlluterta varð til eftir að ég sé myndband af rúllutertu fylltri með rjóma og berjum. Auðvitað sykurkaka svo ég ákvað að gera gott betur og hafa þessa sykurlausa og einnig nota mascarpone ost í fyllinguna. Hún minnir því á Tiramisu desert en skemmtilegra að bera fram í svona rúllu. Mjög falleg sérstaklega skreytt og fín.

Innihald botn:

  • 60 g fínmöluð sæta ( Sukrin Melis )

  • 4 egg aðskilin í hvítur og rauður

  • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft eða cream of tartar

  • 2 msk rjómaostur

  • 80 g möndlumjöl

  • 1 tsk vanilludropar

  • 50-100 g möndluflögur

  • 1/2 dl strásæta Good good t.d,

Aðferð:

  • Þeytið eggjahvíturnar og vínsteinslyftiduftið. Þeytið rauðurnar, rjómaostinn og sætuna.
  • Blandið eggjahvítum saman við blönduna og hrærið ofurvarlega möndlumjölinu saman við.
  • Stráið smá strásætu á silikonmottu og möndluflögunum jafnt yfir, hellið deiginu á plötuna og dreifið úr. Bakið á 170 graðum 10 – 15 min með blæstri. Takið út og kælið. Búið næst til fyllingu

Fylling:

  • 200 g mascarpone ostur

  • 250 ml rjómi ég nota alltaf laktósafrían

  • 65 g sæta fínmöluð

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1/4 tsk salt

  • 1/2 dl kælt uppáhellt sterkt kaffi og koníak eftir smekk ( má sleppa koníaki )

  • Skreyting:

  • 1/2 dl kælt uppáhellt sterkt kaffi og koníak eftir smekk ( má sleppa koníaki )

  • 200 ml rjómi þeyttur, gott að setja 1 msk af sætu saman við

  • fersk jarðaber

  • 2 msk kakó

Aðferð:

  • Þeytið öllu vel saman þar til rjóminn þykknar.
  • Dreifið nú kældu kaffi / koníak yfir botninn og látið hann sjúga í sig vökvanum.
  • Dreifið svo fyllingunni yfir botninn og rúllið þétt og örugglega upp. Gott að plasta rúllna og kæla. 1-2 klt eða yfir nótt.
  • Þegar kakan er borin fram þá er kakó sigtað yfir rúlluna, rjómi þeyttur með smá sætu og sprautað yfir rúlluna og skreytt með ferskum jarðarberjum. Alls ekki flókið en lítur stórvel út.