Saltleirsföndur

Það er mikið búið að spyrja um uppskrift af leirnum sem við Alma föndruðum hér fyrir nokkru á instastory. Ég er með þessa uppskrift á jólaspjöldunum sem eru aðgengileg á Vinaklúbbnum undir Frí uppskriftaspjöld á pdf formi en ég ákvað að skella henni hér líka svo við getum dúllað okkur með börnunum á aðventunni. Þetta er súpereinfalt og skemmtilegt og mæli með að láta ímyndunaraflið leika lausum hala, þrykkja með blúndu, greinum, stimplum eða einhverju skemmtilegu.

Innihald:

  • 100 g kartöflumjöl

  • 300 g matarsódi

  • 200 ml vatn

aðferð:

  • Hitið allt saman í potti á lágum hita. Þegar deigið fer að þykkna og hægt að hræra í kúlu þá er það tilbúið.
  • Hnoðið deigið þegar það hefur kólnað aðeins og notið kartöflumjöl undir til að deigið festist ekki. Gott er að nota silikonmottu í þetta verk.
  • Skerið út mynstur, stimplið, þrykkið blúndum eða greinum í deigið og færið tilbúin skraut á smjörpappír. Gott er að gera gat með sogröri ef hengja á skrautið upp í borða. Ég læt mitt skraut þorna sjálft yfir 1-2 daga og þannig verður það hvítt og fallegt.
Ægilega fínt…látið þorna svona við stofuhita í 1-2 daga