Samloka í grilli

Fyrir nokkrum árum birtist þessi uppskrift frá mér í Fréttablaðinu og ég ætla að birta hana hér líka. Ég hef gert nokkrar útgáfur af þessari en ég er alltaf að leita að hinni fullkomnu avocado grillsamloku pínu í anda Joe&the juice. Þessi er nú orðin ansi lík frumgerðinni að mínu mati og sniðugt að útbúa nokkra skammta af þurrefnum í lítil plastílát og eiga til taks inni í skáp, þá þarf bara að bæta við eggi og grilla. Verði ykkur að góðu.

innihald:

 • 1 msk sólkjarnafræ
 • 1 msk sesamfræ
 • 1 tsk HUSK
 • 1 tsk Flax seed meal, hörfræmjöl
 • 1 tsk Sesam mjöl, má líka nota möndlumjöl
 • 1/3 tsk lyftiduft
 • klípa af laukdufti
 • salt
  1 egg, (ef eggið er lítið þá má þynna meira með eggjahvítu eða möndlumjólk)

aðferð:

 • Hrærið vel saman deiginu, hellið því svo í heitt brauðgrill og bakið í nokkrar mín.
 • Smyrjið næst brauðið með 1 tsk af grænu pestói, bætið við mosarella osti eða venjulegum brauðosti, 2 tómatsneiðum og hálfu avocadoi.
 • Sniðugt er að skera mosarella og avocado niður með eggjaskera til að flýta fyrir.
 • Raðið þessu á annan helming brauðsins, piprið með svörtum pipar og setjið hinn helminginn yfir.
 • Grillið nú brauðið í 2-3 mín í viðbót þar til allt er bráðnað og osturinn flæðir um allt.