Sesambrauð með osti

Gott meðlæti er nauðsynlegt með réttum eins og lasagna. Geggjað salat og ilmandi hvítlauksbrauð eru eiginlega staðalbúnaður og hér er uppskrift af “fathead” deigi sem er sniðug útfærsla og skemmtilegt að bera fram.

innihald:

 • 180 g mosarella ostur
 • 2 msk rjómaostur eða smurostur með kryddi, beikon eða hvítlauksostur t.d.
 • 80 g möndlumjöl
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 egg
 • 1 tsk eplaedik
 • 1/2 tsk salt
  krydd eftir smekk og olía
 • 1 pískað egg til að pensla brauðin með
 • hvítlauksostur ( hringlaga ) eða rjómaostur að eigin val til að fylla brauðin með
 • “sesamkrydd á allt” uppskrift á bloggi

aðferð:

 • Hitið rjómaostinn og ost í örbylgjuofni í 1 og hálfa mínútu. Hrærið vel og ef það þarf að bræða betur ostinn bætið þá við einni mín.
 • Blandið egginu saman við og því næst möndlumjöli, lyftidufti og kryddi og hrærið kröftuglega saman. Best er að nota þeytara eða hrærivél. Ég nota Thermomix og blandast deigið mjög vel saman með góðum krafti.
 • Skiptið nú deiginu niður í jafna hluta um það bil 10-12 og gerið holu í miðju hvers bita.
 • Setjið ostbita í hverja holu, lokið bollunni og leggið í smjörpappírsklædda plötu eða mottu.
 • Penslið allar bollurnar með eggi og dreifið sesamkryddi yfir.
 • Bakið í 220° heitum ofni með blæstri í 10-12 mín og berið strax fram.