Sesamkrydd á allt

Það er til krydd sem notað er á beyglur og kallast “everything bagel seasoning ”  Þetta krydd fæst í Traders Joe t.d. í USA og er mjög vinsælt en þar sem við erum ekki með samskonar krydd hér heima þá er hægt að gera sitt eigið með innihaldsefnum sem svipar til upprunakryddsins. Þetta var allavega mjög góð blanda og gott að eiga í hverskonar bakstur.

Innihald:

  • 70 g sesamfræ sem eru brúnuð á pönnu
  • 70 g hvítlauksflögur ( Mc Cormick)
  • 60 g Birkifræ
  • 50 g gróft sjávarsalt
  • 10 g laukduft eða 40 g laukflögur ef þið finnið

aðferð:

  • Brúnið sesamfræin á pönnu í stutta stund, gerir heilmikið.
  • Blandið síðan öllum kryddum saman og geymið í loftþéttum umbúðum þar til þið notið í bakstur.
  • Þetta er skemmtileg gjöf líka ef þið eruð hugmyndsnauð fyrir jólin.