Sítrónukaka með rjómaostakremi

Já er ekki að koma sól og sumar ? Hér er kaka sem ég rakst á hjá erlendri low carb skvísu og ég ákvað að gera útgáfu af. Hún kom mjög vel út og mjög einföld í rauninni. Það var ekki allt til í hana hér á landi svo ég notaði eitthvað af öðrum innihaldsefnum en í heildina bara mjög auðveld kaka.

Innihald:

 • 6 egg

 • 6 msk Sukrin Gold

 • 10-15 dropar stevía bragðlaus eða með vanillu

 • saltklípa

 • 2 tsk lyftiduft

 • 50 g möndlumjöl

 • 70 g kókoshveiti ég nota Funksjonell

 • 1 dl rjómi

 • 2 tsk rifinn sítrónubörkur

 • 2 tsk sítrónusafi

 • 1/2 tsk sítrónudropar ( má sleppa en sumir vilja meira bragð)

aðferð:

 • Hitið ofninn í 180 gráður með blæstri.
 • Þeytið egg og sætu saman þar til létt og ljóst, þetta þarf allvega nokkrar mínútur.
 • Blandið þurrefnum saman og bætið í eggjablönduna, ásamt rjómanum.
 • Bætið næst sítrónuberki og safa saman við og hrærið öllu saman. Eins ef þið viljið sterkara sítrónubragð þá er dropum bætt hér við.
 • Hellið deiginu í hringlaga form, gott að smyrja formið.
 • Bakið í miðjum ofni í um það bil 25 mín. Gott er að setja álpappír yfir kökuna þegar tíminn er hálfnaður svo hún dökkni ekki of mikið.
 • Takið köku úr ofninum og kælið. Útbúið krem á meðan.

Innihald:

 • 200 g rjómaostur

 • 1/2 dl rjómi

 • 2 msk sukrin melis

 • 10 dropar stevía

 • 1 tsk vanilludropar

aðferð:

 • Þeytið sætu og rjómaost saman.
 • Bætið stevíu saman við og vanilludropum og síðan rjómanum. Þeytið varlega fyrst en setjið svo allt á fullt þar til stífir toppar myndast.
 • Smyrjið kreminu frjálslega á kökuna og skreytið með sítrónuberki.