Sítrónuostakaka

Þessi er alveg klikkuð, hún er bæði fersk, passlega sæt og mjög góð sem eftirréttur eða meðlæti með sumarkaffinu. Hún er nokkuð einföld og fljótleg, það eina sem er erfitt er að bíða eftir er að hún sé nægilega köld og búin að “setjast”.

Innihald botn:

 • 120 g ljóst möndlumjöl eða malið möndlur með hýði
 • 30 g brætt smjör
 • 30 g sæta

aðferð:

 • Blandið saman öllu í botninn og þrýstið í springform, eða eldfast mót ef ekki á að skera kökuna í sneiðar.
 • Bakið í 10 mín á 180°C. Kælið vel.

Fylling:

 • 400 g rjómaostur
 • 1 peli rjómi, léttþeyttur gott að nota Örnu laktósafría
 • 1 sítróna, börkurinn og safinn
 • 1 msk matarlímsduft frá Flóru
 • 100 g Good good sæta, fínmöluð

aðferð:

 • Rífið börkinn og kreistið safann úr sítrónunni. Notiðö allan safann í skál með matarlímsduftinu og sætunni og helminginn af rifna berkinum.
 • Hrærið kröftuglega og bætið svo rjómaostinum saman við.
 • Blandið síðast léttþeyttum rjómanum saman við og hrærið.
 • Hellið þessari blöndu ofan á botninn og kælið.

Toppurinn:

 • 1 pk sykurlaus Lemon Jell-o, fæst oft í Hagkaup
 • Ef ekki fæst Jell-o þá má nota:
 • 150 ml soðið vatn
 • 3 matarlímsblöð
 • safi úr einni sítrónu og börkur
 • 30 g fínmöluð sæta
 • nokkrir dropar gulur matarlitur

aðferð:

 • Blandið saman Jell-ó pokanum við 300 ml af sjóðandi vatni og leysið vel upp.
 • Restin af sítrónuberkinum fer hér út í. Kælið vökvanum örlítið í ískáp.
 • Hellið vökvahlaupinu næst yfir kökuna þegar blandan er farin að þykkna og látið stífna í lágmark 2 tíma.
 • Ef þið fáið ekki Jell-o þá látið þið matarlímsblöð í kalt vatn í nokkrar mínútur, blandið soðnu vatni og sætu saman ásamt sítrónusafa og berki.
 • Hrærið svo saman matarlímsblöðin sem ættu að vera orðin mjúk og hellið yfir kökuna þegar blandan hefur kólnað örlítið. Kælið