Sjónvarpskaka

Það er alltaf gott að fá sér smá sætt með kaffinu og sjónvarpskaka er svona ekta kósýkaka eftir kaldan dag. Stökk og góð kókosbráðin er æði og ég mæli með þessari fyrir alla. Það mætti nota kökumixin frá Funksjonell þá set ég einn dl af sýrðum rjóma í stað hluta af vatninu, s.s. 1 dl sýrður og 1 dl vatn og bæti við smá vanilludropum, en hér er líka góð uppskrift fyrir grunninn.

innihald kaka:

 • 100 g sæta Good good
 • 65 g smjör
 • 110 g rjómaostur
 • 3 egg
 • 100 ml möndlumjólk ósæt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 90 g möndlumjöl
 • 80 g kókoshveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk xanthan gum
 • 1/3 tsk salt
 • safi úr 1/2 sítrónu, gerir hana svo extra mjúka

aðferð:

 • Þeytið saman smjör og sætu, bætið svo rjómaosti út í og hrærið áfram.
 • Setjið egg eitt í einu saman við og hrærið
 • Bætið við þurrefnum og möndlumjólk og blandið öllu vel saman ásamt vanillu, salti og sítrónusafa.
 • Dreifið deiginu í smurt mót, ég notaði 20×25 cm ca og bakið í 25 mín á 170°hita með blæstri
 • Þarna er heppilegt að setja bráðina ofan á og baka í 10 mín í viðbót

Kókosbráð:

 • 80 g smjör
 • 50g Sukrin Gold
 • 50 g Fiber síróp gold
 • 1 dl rjómi
 • 100 g kókosmjöl

aðferð:

 • Hitið smjör og Sukrin Gold vel saman þar til fer að gyllast. Bætið rjóma þá saman við og hrærið vel þar til hálfgerð karamella fer að sjóða.
 • Bætið þá við kókosmjölinu og hrærið.
 • Dreifið kókosbráðinni yfir á hálfbakaða kökuna og bakið í 5-10 mín eða þar til kókosinn er farinn að gyllast.
 • Kælið áður en kakan er skorin.