Skinku og kjúllaréttur

Það er stundum svo gott að fá sér fljótlegan kvöldmat sem tekur engan tíma að útbúa en að sama skapi bragðgóður og mettandi. Þessi er akkurat þannig en ég elska að henda í svona kássumat öðru hverju og helst borða hann með skeið. Það væri eflaust gott að bera fram með hvítlauksbrauði en annars stendur hann líka alveg einn og sér þessi.

innihald:

 • 1 dl soðið vatn
 • 1 kjúklingakraftsteningur , leysið upp í vatninu
 • 1/2 dl rjómi
 • 60 g mæjónes
 • 100 g sveppasmurostur
 • 100 g rjómaostur
 • 1 bakki kjúklingur eldaður og rifinn t.f. Holta
 • 220 g skinka 98% Stjörnugrís smátt skorin
 • 200 g mosarella ostur
 • 1/2 tsk hvítlauksduft
 • 30 g Parmesan
 • Salt og pipar

aðferð:

 • Leysið kjúklingakraftinn upp í soðnu vatninu.
 • Blandið síðan öllu saman og setjið í eldfast mót.
 • Bakið í 200 gráðu heitum ofni þar til rétturinn er gylltur og fínn.
 • Stráið ferskri steinselju yfir ef þið viljð.