Skinkuhorn

Hver saknar þess að fá nýbakað brauð úr bakaríinu um helgar ? Stundum kemur þessi tilfinning í mig enda er brauð minn helsti akkilesarhæll. Þá kemur þessi uppskrift skemmtilega á óvart og fullnægjir minni brauðþörf og gott betur.

Innihald:

 • 300 g rifinn mosarella ostur
 • 50 g rjómaostur
 • 50 g kókoshveiti
 • 1 msk Husk
 • 120 g eggjahvítur u.þ.b. 4 hvítur
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • salt
 • skinkumyrja um hálf askja
 • 4 sneiðar af skinku, skorin í bita

aðferð:

 • Hitið ostana í örbylgjuofni í 30 sek í senn þar til þeir eru fljótandi, bætið við eggjahvítum og þurrefnum, hnoðið deigið í hrærivél eða matvinnsluvél og fletjið síðan út á milli tveggja laga af smjörpappír. Deigið á að vera mótað í hring svo hægt sé að deila honum í 8 stykki.
 • Smyrjið skinkumyrju yfir deigið, dreifið skinkubitum yfir og skerið í átta “pizzusneiðar”. Rúllið upp hverjum fyrir sig og raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
 • Pískið eina eggjarauðu og penslið yfir hornin. Gott er að dreifa dálitlum sesamfræjum yfir áður en hornin fara í ofninn.
 • Bakið á 200° í 10-15 mínútur eða þar til hornin hafa blásið út og eru gyllt á lit.