Skonsa

Þessi skonsa eru alveg merkilega einföld og útkoman minnir svo sannarlega á þessa sem við þekkjum öll frá Ömmubakstri. Það er algjör snilld að skella í eina svona að morgni eða kvöldi og eiga til að narta í allan daginn. Gott að smyrja með smjöri og osti, nota egg eða annað álegg eða jafnvel bera fram með súkkulaðismyrju sem fæst bæði frá Good good merkinu og Cavalier.

Innihald:

 • 2 egg
 • 2 msk rjómi
 • 3 msk möndlumjöl eða 2 msk möndlumjöl og 1 msk hörfræmjöl
 • 1 msk HUSK
 • 2 msk bráðið smjör
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 tsk lyftiduft ( prófið líka 1/2 tsk lyftidufti og 1/2 tsk matarsóda)
 • 1/2 msk sæta
 • nokkur korn af salti

Aðferð:

 • Blandið saman öllu nema smjörinu.
 • Látið smjörið bráðna á lítilli pönnu og hellið ofan í blönduna.
 • Pískið allt saman eða setjið í blandara og hellið strax á smjörvaða pönnuna aftur.
 • Steikið á lágum hita.
 • Látið skonsuna byrja að bubbla áður en henni er snúið við. Gott að nota viðloðunarfríaa pönnur.
 • Úr þessari uppskrift kemur ein góð skonsa sem mætti skipta í 4 hluta og narta í yfir daginn.