Komið þið sæl, þetta er ekki uppskrift en tengist uppskriftum svo sannarlega. Fyrir um það bil 7 árum eða þann 24. febrúar 2013 þá opnaði ég blogg fyrir þá sem höfðu sýnt uppskriftabrasi mínu áhuga enda var ég nýbyrjuð að fylgja ketó mataræðinu og mjög dugleg að dreifa myndum af öllu sem ég setti ofan í mig.
Ég eyddi mörgum klukkutímum á dag í að elda, mynda og blogga og mínir nánustu skildu ekkert í þessari elju. Pabbi spurði mig iðulega.. og hvað færðu fyrir þetta, ekki lifir þú á þessu ? Nei nei ekki frekar en að eyða mörgum klukkutímum á dag í að bjarga villiköttum eða þú pabbi að vera í sjálfboðavinnu hjá skátunum haha en svona er þetta bara stundum enda er alltaf sælla að gefa en þiggja.
Núna þarf ég hinsvegar að réttlæta tímann sem ég eyði í bloggið og utanumhaldið og ætla að bjóða upp á nýjung sem heitir Vinaklúbbur Kristu. Bloggið verður áfram opið fyrir fréttir og fræðslu á blogginu ásamt nokkrum UPPÁHALDSUPPSKRIFTUM en ef þið viljið eiga greiðan aðgang að öllum uppskriftum hér sem telja núna hátt í 300 stk þá þarf að gerast meðlimur í vinaklúbb Kristu sem kostar 4.990.– fyrir heilt ár. Ég rukka eina greiðslu í eitt skipti og gildir áskriftin frá þeim degi sem þið skráið ykkur inn. Þið fáið sendan póst eftir að viðskiptum lýkur og fáið aðgangsorð sem þið getið stillt eftir hentugleika. Athugið að pósturinn gæti endað í ruslasíunni en tékkið endilega þar.
Með þessu get ég haldið áfram uppteknum hætti enda bætast við að jafnaði 2 uppskriftir á viku á bloggið ef ekki fleiri. Ég veit að þið skiljið hvað ég er að fara og mun að sjálfsögðu áfram vera til staðar og svara spurningum og leiðbeina ykkur á instagram, snapchat og í pósti eins og áður.
Ég setti í gang leik líka fyrir alla sem skrá sig fyrir 18.sept og hægt að lesa um hann hérna:
Það munu fylgja ýmis fríðindi með því að gerast vinur í klúbbnum og það munu bætast við tilboð hér jafnt og þétt. Til að byrja með ætla ég að bjóða ykkur að hala niður öllum vefuppskriftaspjöldunum en það er aðeins hægt ef þú ert meðlimur í klúbbnum.
-
Vinaklúbbur Kristu – 2 ára plan !!6.900 kr.
-
Vinaklúbbur Kristu – Ársáskrift4.990 kr.