Þessi uppskrift er afar fljótleg og þægileg fyrir þá sem vilja eiga gott “helgarnammi” eða fitubombur í ískápnum. Í það er notað hnetumjöl og nýja sírópið frá Funksjonell sem er bæði glúteinlaust og lægra í hitaeiningum. Alltaf gott að fá betrumbætta vöru í hús. Bragðið er mjög líkt eldri týpunni en ég er bæði búin að gera karamellur, rauðlaukschutney og svo snickerskúlurnar með því og það smakkast allt mjög vel. Það eru sirka 0.9 g af kolv í hverri kúlu miðað við 25 stk.
innihald:
- 80 g hnetumjöl Peanutmjol frá Funksjonell
- 60 g smjör
- 120 g Sukrin Sirup Gold
- 30 g Sukrin Gold
- 1/2 tsk salt
- 1/2 tsk vanilludropar
aðferð í Thermomix:
- Setjið smjör, síróp og sukrin gold í eldunarskálina
- Stillið á 3 mín / hiti 100°/ hraði 1
- Bætið við mjölinu vanillu og salti og blandið 1 mín / hraði 4
- Hellið blöndunni í form eða kælið og mótið svo kúlur



