Snickerskúlur

Þessi uppskrift er afar fljótleg og þægileg fyrir þá sem vilja eiga gott “helgarnammi” eða fitubombur í ískápnum. Í það er notað hnetumjöl og nýja sírópið frá Funksjonell sem er bæði glúteinlaust og lægra í hitaeiningum. Alltaf gott að fá betrumbætta vöru í hús. Bragðið er mjög líkt eldri týpunni en ég er bæði búin að gera karamellur, rauðlaukschutney og svo snickerskúlurnar með því og það smakkast allt mjög vel. Það eru sirka 0.9 g af kolv í hverri kúlu miðað við 25 stk.

innihald:

 • 80 g hnetumjöl Peanutmjol frá Funksjonell
 • 60 g smjör
 • 120 g Sukrin Sirup Gold
 • 30 g Sukrin Gold
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk vanilludropar

aðferð:

 • Setjið smjör, síróp og sukrin gold í pott og látið bráðna saman á meðalhita, passið að brenna ekki
 • Bætið salti og vanilludropum saman við og hnetumjölinu
 • Hrærið rösklega saman og takið pottinn af hellunni
 • Hellið blöndunni í form eða látið blönduna kólna aðeins og mótið kúlur með lófunum. Mér fannst fallegt að nota Tupperware formið mitt fyrir þetta nammi því þá voru allir molarnir jafn stórir og flottir.
 • Hægt er að frysta nammið í forminu og borða beint úr frysti eða súkkulaðihúða molana með sykurlausu Cavalier súkkulaði

aðferð í Thermomix:

 • Setjið smjör, síróp og sukrin gold í eldunarskálina
 • Stillið á 3 mín / hiti 100°/ hraði 1
 • Bætið við mjölinu vanillu og salti og blandið 1 mín / hraði 4
 • Hellið blöndunni í form eða kælið og mótið svo kúlur