Snjókúlur með piparmyntu

Piparmyntuhnappar eða kúlur eru ægilega góðir með kaffibollanum og vekur upp gamlar minningar þegar maður gerði sér myntukonfekt úr flórsykri og eggjahvítu. Þessi uppskrift er afar einföld og fyrir þá sem elska piparmyntu þá er hægt að nálgast alvöru piparmyntubragð hjá Allt í köku en það má líka alveg nota piparmyntudropana frá Kötlu. Ég húðaðið þessa með hreinu Sukrin súkkulaði og jámm þetta er afar gott.

piparmyntunammi:

  • 100 g Sukrin Melis, Funksjonell
  • 4 msk rjómi
  • 1/2 tsk piparmyntudropar Kötlu
  • Sukrin súkkulaði til að húða með

aðferð:

  • Hrærið innihaldinu vel saman og látið standa smá stund í kæli.
  • Deigið stífnar þá og auðveldara að móta kúlur eða þrýsta því í mót þannig. Kælið og frystið. Ég notaði mót frá Tupperware sem gerir voða fínar hálfkúlur.
  • Takið kúlur eða hnappa úr frystinum og dýfið í brætt súkkulaði. Má vera til helminga t.d. eða fullhúða bitann.
  • Geymist best í kæli.