Soðið rauðkál

Sykurlaust rauðkál er vel þegið sem meðlæti og mér finnst þetta ekkert öðruvísi en hið hefðbundna. Sjóðið bara vel niður. Þetta hentar einnig vel sem jólagjöf fyrir þá sem ykkur þykir vænt um.

innihald:

 • 2 msk smjör
 • 800 g rauðkál
 • 1 1/2 dl eplaedik
 • 1 dl vatn
 • 2 msk sítrónusafi
 • 70 g Sukrin Gold
 • 5 negulnaglar
 • 5-10 dropar stevía
 • 1/2 tsk hvítur pipar
 • 1/2 tsk salt

aðferð:

 • Setjið smjörið í pott og bræðið, setjið rauðkálið út í og svissið örlítið í smjörinu.
 • Setjið þá vatn edik, Sukrin Gold og krydd í pottinn og látið suðuna koma upp.
 • Lækkið hitann og látið rauðkálið krauma í tæpan klt.
 • Bragðbætið síðast með sítrónusafa og stevíu.
 • Hér má líka bæta við kanil og sinnepsfræjum eftir smekk.