Sólblómakex

Það er svo traustvekjandi að þekkja aðeins til hjá heildverslunum og framleiðendum þegar kemur að því að velja sér hráefni í bakstur og matargerð og ég er svo heppin að þekkja persónulega eigandann hjá Funksjonell og Sukrin fyrirtækinu sem framleiðir allar þær snilldarvörur sem ég elska að nota í baksturinn og ég fæ yfirleitt fyrst að vita ef einhverjar nýjungar detta af teikniborðinu hjá þeim. Þar á meðal var sólblómamjölið sem ég nota mikið í brauðbakstur og nú var mér bent á uppskrift hjá þeim með einföldu hrökkexi fyrir þá sem vita t.d. ekkert hvað á að nota mjölpokann sinn í þá er þetta mjög einföld og góð uppskrift. Það þarf cheddar ost , smjör og sólblómamjölið og nánast ekkert annað.

innihald:

 • 100 g sólblómamjöl

 • 100 g rifinn cheddar ostur

 • 60 g smjör, í litlum bitum

 • klípa af salti

 • krydd eftir smekk en þarf ekki

 • vatn til að þynna með ef þarf

 • sesamfræ til að toppa með

aðferð:

 • Maukið saman ost, og sólblómamjöl í blandara
 • Bætið við smjörinu í litlum bitum og vinnið saman ef deigið verður of þurrt þá má setja smá vatn þar til það loðir saman
 • Kryddið með salti og kryddi eftir óskum
 • Fletjið deigið út milli tveggja laga af smjörpappír
 • Skerið rákir í kexið og dreifið sesamfræjum yfir
 • Bakið á blæstri 180° C í ca 15 mín. Látið kólna alveg og brjótið svo niður í kexkökur.