Sörur já sykurlausar

Það er vel hægt að gera sörur sykurlausar og ég hef prófað bæði með sírópi og sætu. Hér er uppskrift sem hefur ekki klikkað hingað til á hefðbundin hátt en núna prófaði ég að nota bæði sætuna og sírópið í Thermomix útgáfunni. Sumir elska kaffibragð og ég geri það en það mætti sleppa kaffiduftinu fyrir þá sem ekki fíla það. Ég fékk sirka 60 stk úr þessari uppskrift.

Innihald Botnar:

 • 120 g ljóst möndlumjöl mega vera hakkaðar í bland
 • 120 g Sweet like sugar sæta, fínmöluð
 • 4 eggjahvítur
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 tsk möndludropar ( má sleppa en gerir mikið) sett í lokin, takk Fríða Dóra

aðferð:

 • Stífþeytið hvítur og salt, ég mæli alltaf með því að skola skál með ediki og þurrka vel á eftir. Blandið fínmalaðari sætunni saman við í pörtum og þeytið alveg þar til hægt er að snúa skálinni.
 • Blandið þá möndlumjölinu varlega saman við.
 • Setjið blönduna í sprautupoka eða notið 2 skeiðar við að búa til marengstoppa á bökunarpappír eða þartilgerðar silikonmottur sem oft fást með merkingum fyrir hverja köku.
 • Bakið á ca 140°hita með blæstri í um það bil 15-20 mín eða þar til hægt er að snerta kökurnar og þær orðnar aðeins gylltar í kantana.
 • Takið plöturnar úr ofni og látið kökurnar kólna á bakinu.

Innihald krem:

 • 240 g mjúkt smjör
 • 4 eggjarauður
 • 80 g Sweet like sugar sæta fínmöluð eða (40 g sæta og 40 g sykurlaust síróp, kom vel út)
 • 2 tsk kakó
 • 1 msk skyndikaffiduft

aðferð krem:

 • Þeytið eggjarauður þar til ljósar, bætið sætu og sírópinu við ásamt kaffidufti og kakó og þeytið áfram.
 • Bætið svo mjúku smjörinu saman við og þeytið áfram þar til kremið er létt og ljóst.
 • Smyrjið hvern kökubotn og myndið lítið fjall, það er þægilegt að sprauta doppum á hverja köku og dreifa síðan úr kreminu með teskeið.
 • Frystið kökurnar í að minnsta kosti 30 mín.

Hjúpur:

 • Cavalier dropar sykurlaust súkkulaði eftir þörfum
 • 3 dropar Nicks karmellustevía, má sleppa

Hjúpur:

 • Hitið súkkulaðið yfir vatnsbaði, það má þynna með slettu af olíu, t.d Mct og svo fannst mér gott að setja 3-4 dropa af Nicks stevíu með karamellubragði út í.
 • Hjúpið hverja köku beint úr frystinum og kælið.

aðferð með thermomix:

 • Þrífið skálina vel með ediki áður en byrjað er á botnunum
 • Malið sætu í eldunarskál í 8 sek/hraði 8
 • Bætið eggjahvítum við og þeytið með fiðrildaspaða án loks 8 mín / hiti 40°/hraði 4
 • Blandið möndlumjölinu varlega saman við marengsinn og setjið deigið í sprautupoka eða notið tvær skeiðar til að gera doppur á bökunarpappír.
 • Bakið á 140° með blæstri í ca 15 mín. Takið út þegar botnar fara að gyllast og látið kólna á borði.
 • Snúið botnunum á bakið og látið þorna aðeins og stífna.

Aðferð Krem með Thermomix:

 • Malið sætu, skyndikaffi og kakó í hreinni eldunarskál, 8 sek / hraði 8
 • Bætið eggjarauðum saman við ásamt sýrópi og þeytið í 2 mín með þeytara /hraði 4
 • Bætið mjúku smjöri saman við ásamt stevíu og þeytið áfram 3 mín/ hraði 3.5
 • Setjið skálina í kæli ef þið smyrjið ekki strax. Annars má smyrja á botnana og frysta.

Hjúpur í Thermomix:

 • Setjið sykurlaust Cavalier súkkulaði eftir þörfum í skálina.
 • Saxið súkkulaðið 8 sek / hraði 8
 • Stillið á 4 mín / 50°hita/ hraði 2
 • Skafið niður úr hliðum og hjúpið sörurnar beint úr frystinum.