Stroganoff

Þessi réttur kom skemmtilega á óvart. Ég gat gert hann allan í Thermomix vélinni minni og eru leiðbeiningar hér sem henta vélinni.

Þeir sem eiga ekki slíka græju notað að sjálfsögðu pönnu, gufusuðupott og matvinnsluvél. Sonur minn yngsti gaf blessun sína á þennan bragðgóða rétt og þá er nú mikið sagt.

Stroganoff

 • 20 g olía
 • 1/2 laukur
 • 1 solo hvítlaukur eða 3 hvítlauksrif
 • 700 g kjöt, naut eða folald í bitum
 • 2 tsk paprikuduft
 • salt og pipar
 • 40 g tómatpaste
 • 50 ml soðið vatn
 • 1 súputeningur, nauta
 • 1 tsk Dijon sinnep
 • 1/2 hringlaga piparostur
 • 100 g sýrður rjómi 18%

Aðferð:

 • Maukið lauk og hvítlauk 3 sek / hraði 5
  Bætið við olíu og eldið 3 mín / varoma / hraði 1
 • Setjið kjötið í skálina ásamt kryddi , hrærið 3 sek / öfugum snúning / minnsta hraða
  Eldið nú í 5 mín / Varoma /öfugum snúning / minnsta hraða
  Bætið nú saman við öllu nema sýrða rjómanum og eldið 15 mín / 100° / öfugum snúning / minnsta hraða
 • Að lokum fer sýrði rjóminn út í , blandið 30 sek/ öfugum snúning / hraða 2 . Þessi réttur hentar fullkomnlega með blómkálsmús sem má finna hér.

related