Subway súkkulaðibitakökur

Nú fara allir í jólabakstursgírinn, sérstaklega í þessu leiðinda viðvörunarveðri og hér er geggjuð uppskrift sem birtist fyrst í bókinni minni en ég ætla að hleypa hér á bloggið núna. Hún klikkar aldrei, bakið bara ekki of lengi og á of háum hita þá klikkar ekkert.

innihald:

 • 100 g smjör
 • 80 g Sukrin Gold
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 40 g möndlumjöl
 • 2 msk kókoshveiti
 • 1/4 tsk Xanthan Gum
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk gróft salt
 • 50 g sykurlaust súkkulaði t.d. 85% Cavalier
 • 50 g macadamiuhnetur eða brasilíuhnetur
 • 50 g marsipan, Sukrin, má sleppa

aðferð:

 • Þeytið saman smjör og Sukrin Gold.
 • Bætið egjum saman við ásamt vanilludropum og þeytið áfram.
 • Þurrefni fara næst út í blönduna og að lokum niðurbrytjaðar hnetur, súkkulaði og marsipan ef þið viljið nota það.
 • Látið deigið standa í 5-10 mín. Mótið kúlur með tveimur teskeiðum og dreifið á bökunarpappír ofan á ofnplötu.
 • Bakið í 8-10 mín með blæstri á 170° og passið að kökur brenni ekki.
 • Kökurnar verða stökkar og góðar þegar þær kólna.