Súkkulaðibitakökur með hvítu súkkulaði og macadamiuhnetum

Smákökur eru oft mjög nauðsynlegar fyrir heimilin. Ég hef sjálf aldrei verið hrifin af hvítu súkkulaði en í þessu köku kombói kom það sjúklega vel út. Hvítt súkkulaði og macadamiuhnetur o boy sjúllað gott. Uppskriftin er mjög einföld og ekki mörg hráefni í henni. Ég bræddi svo smá hvítt súkk til að dreifa yfir kökurnar og það kom skemmtilega út. Mæli með að prófa. Og athugið að það þarf að láta kökurnar kólna vel svo þær verði stökkar og góðar.

innihald:

 • 100 ml brætt smjör, ég notaði saltlaust
 • 80 g sæta fínmöluð
 • 100 g möndlumjöl t.d H-berg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 egg
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk salt
 • 50 g brytjaðar macadamiuhnetur
 • 80 g niðurbrytjað hvítt Cavalier súkkulaði

aðferð:

 • Þeytið saman smjör og sætu.
 • Bætið vanillu og eggi saman við og þeytið áfram.
 • Möndlumjöl, lyftiduft og salt fer næst saman við og þeytt.
 • Blandið svo saman við hnetum og súkkulaði. Deigið má standa örlítið og þá verður það þéttara í sér.
 • Dreifið kökudeiginu í litlum hrúgum á smjörpappír, ég náði alveg um 20 stk úr uppskriftinni. Þrýstið létt ofan á kökurnar með skeið.
 • Bakið í 160°C með blæstri í 12-15 mín eða þar til örlítill gylltur kanntur er kominn á kökurnar. Látið kólna vel áður en þær eru teknar af plötunni.
 • Mér fannst voða fallegt að bræða smá hvítt súkkulaði og dreifa yfir kökurnar þegar þær voru kaldar.