Súkkulaðibrownie, hættulega góð

Það eru endlaust margar uppskriftir til af brownie og ein þeirra sem er með sykri og öllu klabbinu hefur gengið um netið og verið með þeim vinsælli. GnomGnom bloggararnir tóku síðan upp þá uppskrift og aðlöguðu að lágkolvetna lífstílnum og nú prófaði ég hana líka með smá breytingum varðandi sætuna og bætti við nokkrum súkkulaðimolum. Það þarf lítið að þeyta en ég notaði Thermomix í kökuna frá a-ö og það virkaði mjög vel, sérstaklega til að fínmala sætuna og blanda vel saman kakóinu.

innihald:

 • 80 g Sweet like sugar
 • 80 g Sukrin Gold
 • 80 g kakó
 • 1/2 tsk gróft salt
 • 130 g smjör ósaltað
 • 2 egg við stofuhita
 • 70 g möndlumjöl frá H-berg
 • 10-15 súkkulaðidropar, Cavalier, má sleppa

Aðferð:

 • Fínmalið sætu í matvinnsluvél.
 • Setjið kakó, sætu, smjör og salt í pott og hitið á vægum hita þar til blandast vel saman.
 • Hellið blöndunni í skál, bætið möndlumjölinu við og hrærið varlega saman. Það er gott að hræra ekki of mikið þá verður kakan seig.
 • Bætið við eggjunum og hrærið nokkur handtök.
 • Setjið deigið í form og bakið á 180°hita með blæstri í 16 mín, kakan á að vera mjúk þegar hún kemur úr ofninum og stífnar þegar hún kólnar.
 • Gott að bera fram með þeyttum rjóma eða ís.

aðferð THERMOMIX:

 • Setjið sætuna í eldunarskálina og malið saman 6 sek/ hraði 6
 • Bætið nú við kakói, smjöri, salti og stillið á 8 mín / hiti 60°/hraði 1
 • Setjið möndlumjölið saman við og þeytið 8 sek / hraði 2
 • Bætið við eggjunum og þeytið 8 sek / hraði 2
 • Hellið deiginu í form með smjörpappír, það þarf ekki mjög stórt form undir þessa brownie.
 • Bakið við 180°hita með blæstri í 16 mín, kakan á að vera mjúk þegar hún kemur út því hún stífnar örlítið.
 • Ég stakk nokkrum súkkulaðidropum frá Cavalier ofan í kökuna þegar hún kom úr ofninum, má sleppa en gerir mikið.