Súkkulaðibrownie með avocado

Þessi er ferlega einföld og góð og sniðug að baka tvöfalda ef maður vill gera skúffu og skera í litla munnbita.

Innihald:

  • 100 g sæta, sukrin gold t.d.

  • 4 egg

  • 2 avocado medalstór

  • 50 g kakó

  • 2 tsk vínsteinslyftiduft

  • 2 tsk vanilludropar

  • 4 msk brætt smjör eða kókosolía ef þið viljið mjólkurlausa

Aðferð:

  • Blandið öllu vel saman með matvinnsluvél, setjið í form klætt með bökunarpappír
  • Bakið 25-30 mín á 175 gráðum, mér finnst svo gott að dreifa smá sykurlausu súkkulaði í bitum yfir síðustu 5 mínúturnar. Enn betra að skreyta svo með frostþurrkuðum jarðaberjum eða bláberjum í þegar kakan er að kólna, namm. Fæ frostþurrkuð ber á https://freezedry.is/
  • Skerið í bita og njótið.