Súkkulaðibúðingur með berjasósu

Ég rakst á mjög svo girnilegan búðing á síðunni hjá Evu Laufey sem ég ákvað að snúa á sykurlausan hátt og hann kom dásamlega út. Ég ítreka að það er hægt að snúa öllum uppskriftum ef þú hefur bara ímyndunarafl og kannt örlítið á hráefnin sem henta okkur á lágkolvetna eða ketó. Þessi búðingur er ótrúlega fljótlegur og ég breytti skammtastærðinni í sósunni til að fækka kolvetnunum svo þetta er tilvalinn helgardesert sem ég mæli svo sannarlega með.

Innihald:

 • 500 ml rjómi ég nota laktósafrían

 • 150 g sykurlaust súkkulaði að eigin vali

 • 2 msk Sweet like sugar sæta

 • 1 tsk vanilludropar eða fræ úr 1 vanillustöng

 • 2 plötur matarlím

aðferð:

 • Leggið matarlímið í ískalt vatn
 • Setjið rjómann í pott ásamt súkkulaði og hitið upp að 80° um það bil, ég notaði Thermomix en það er auðvitað hægt að nota pott.
 • Þegar súkkulaðið er bráðið og rjóminn orðinn vel heitur þá er sætu og vanillu bætt saman við og hrært saman.
 • Kreistið nú vökvann úr matarlíminu og setjið í heita rjómablönduna. Hrærið vel saman og hellið í fallegar skálar. Kælið í að lágmarki 2 klst en best ef það er lengur.

Berjasósa:

 • 1 dl brómber þessi svörtu eða bláber

 • 1 dl hindber

 • 1 msk Fun light þykkni, appelsínu

 • 1 msk sítrónusafi

 • 2 msk Sweet like sugar sæta

 • 1/2 tsk vanilludropar

aðferð:

 • Hitið allt í potti á vægum hita þar til fer að bubbla. Slökkvið þá undir og leyfið sósunni að kólna.
 • Þegar búðingurinn hefur stífnað er sósunni hellt yfir hverja skál og skreytt með berjum og rjóma.
 • Njótið.