Súkkulaðibúðingur

Einfaldasti eftirréttur líklega í heimi er þessi súkkulaðibúðingur sem uppistendur af rjóma. Það er ekki vitlaust að nota laktósafría rjómann frá Örnu til að fá ekki magapínu eins og sumir fá af of miklum laktósa en bragðið er alveg jafn gott ef ekki betra. Þetta er ekta réttur til að henda í ef fólk kemur í mat eða heimsókn með stuttum fyrirvara.

Innihald:

  • 500 ml rjómi
  • 4 msk fínmöluð sæta
  • 2 msk kakó, gott að nota kakó frá Nóa Siríus
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 msk skyndikaffiduft, má sleppa en er mjög gott og gefur bragð

aðferð:

  • Blandið öllu vel saman í hrærivél, fyrst rólega en svo á meiri hraða og þeytið þar til rjóminn stífnar.
  • Það er mjög fallegt að sprauta búðingnum í fallegar skálar og bera fram með nokkrum jarðaberjum, hindberjum eða bláberjum.
  • Það er líka fallegt að sprauta smá rjóma með og rífa sykurlaust súkkulaði yfir ef þið eruð í stuði.