Súkkulaðiís í Thermomix

Þessi uppskrift er á vefnum Gnom gnom en hún notar þar Xylitol og hlutföllum er örlítið breytt hjá mér en aðferðin er sniðug og mig langaði að prófa. Það er pínu erfitt að ná fram ís sem verður ekki glerharður í frystinum en með því að setja dreitil af vodka t.d. þá frýs ísinn síður og eins virðist Xylitol ekki frjósa eins mikið. Þetta er þó allt val og um að gera að prófa. Xanthan gum er gott í þessum því hann verður kremaðri og þéttari í sér með því. Ég prófaði mig áfram með , Xylitoli, súkkulaðibitum og piparmyntu í næstu umferð og sá ís var líka geggjaður. Passið samt upp á gæludýrin ykkar þau mega ekki fá Xylitol.

Innihald:

 • 1 dós kókosmjólk, t.d. Thai Choice
 • 500 ml rjómi
 • 140 g sæta Good good eða Xylitol
 • 1/4 tsk salt
 • 1/4 tsk Xanthan Gum
 • 60 g kakó
 • 2 tsk vanilludropar

aðferð með Thermomix:

 • Setjið sætu í skálina og malið 10 sek / hraði 10
 • Bætið kakói, Xanthan gum og salti í og hrærið í 5 sek / hraða 3
 • Setjið kókosmjólkina út í ásamt vanillu og stillið á 10 mín / 70° / hraði 3
 • Látið blönduna kólna alveg.
 • Þeytið rjóma í annarri skál og blandið kældri kakóblöndunni saman við.
 • Setjð ísinn í form, plastið og frystið í nokkra klt. Gæti þurft að vera yfir nótt.

Piparmyntuís:

 • 1 dós kókosmjólk, t.d. Thai Choice
 • 500 ml rjómi
 • 140 g sæta Good good eða Xylitol
 • 1/4 tsk salt
 • 1/4 tsk Xanthan Gum
 • 1 tsk piparmyntudropar
 • 60 g sykurlaust súkkulaði í bitum
 • grænn matarlitur

afðerð piparmyntuís:

 • Fínmalið sætu og blandið saman við, xanthan gum og salt. Hellið kókosmjólkinni og piparmyntudropum, matarlit í pott og hitið á meðalhita, bætið þurrefnum saman við og látið blönduna þykkjast. Kælið
 • Þeytið rjómann og takið til hliðar.
 • Blandið nú saman og rjómanum, súkkulaðibitunum og setjið svo í aflangt form eða hvernig form sem hentar. Frystið.