Súkkulaðisheik

Stundum langar manni í sheik eða geggjaðan boost og hér er einn alveg dásamlega góður með möndlusmjöri, collageni og möndlumjólk. Það mætti nota heilaga kakóið hennar Kamillu í þennan eða dökkt bökunarkakó. Blanda vel í blandara og hella yfir klaka.

innihald:

  • 240 ml möndlumjólk ósæt
  • 50 g möndlusmjör ljóst
  • 1 msk collagen prótein Feel Iceland
  • 1 msk vanilluprótein, má sleppa
  • 2 tsk kakó, mætti nota heilaga kakóið
  • 2 msk fínmöluð sæta, Good good
  • 4 dropar French vanilla stevía
  • nokkrir klakar


aðferð:

  • Blandið öllu vel í blandara og hellið yfir klaka. Njótið.
  • Ef þið eigið ís í frysti er tilvalið að skúbba einni skeið ofan á drykkinn.